ROKKBÆRINN ÍSAFJÖRÐUR - FÆR RÓS

Til hamingju allir rokkarar landsins og sérrílagi aðstandur hinna frábæru rokkhátíðar Aldrei fór ég suður á Ísafirði sem í gær hlaut Eyrarrósina. Einn helsti hugmyndasmiður hátíðarinnar er hugsjóna listamaðurinn Mugison og er óhætt að segja að hann og þeir rokkbræður og systur eru vel að rósinni komin. Í allir umræðu um Kvikmyndaborgina Rvk mætti nú segja Rokkbærinn Ísafjörður og stíga nú bara skrefið til fulls og mæta miklu fleiri rósum við rokkið á Ísafirði. Hér vestra er fullt af stöðum til að halda konserta og nú eigum við bara að fara að flytja inn rokksveitir í stórum stil og skora ég á mister Grím Atlason, sem hefur flutt inn margann snillinginn nú síðast Kim Larsen ef ég man rétt, að kíla bara á það bjalla í Tom Waits eða einhvern annan snilling og flytja hann vestur í Rokkbæinn Ísafjörð. Vá maður það væri klikkað að fá meistarann og hann er ábyggilega miklu spenntari fyrir að halda konsert á Ísó frekar en í borginni. Já nú er bara að hækka í græjunum og byggjað upp Rokkbæinn Ísó. Til hamingju rokkarar á öllum aldri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband