KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Í LONDON
13.1.2008 | 13:37
Alltaf er maður að fatta eitthvað nýtt og kómískt. Í gærkveldi var Kómedíuleikarinn að vafra soldið og prófaði að Gúgla The Comedy Theatre bara svona uppá djókið. Það kemur þarna eitthvað pínku pons um Kómedíuleikhúsið á Íslandi en helling um Komedíuleikhúsið í London. Þetta er hið flottasta leikhús er á West end nánar tiltekið á Panton Street. Stofnað árið 1881 og hét upphaflega Konunglega Kómedíuleikhúsið en því var breytt þremur árum síðar, 1884, í Kómedíuleikhúsið. Síðasta árið hefur verið sýndur þar einhver leikur sem heitir Boeing Boeing veit engin frekari skil á því verki en það hefur víst gengið vel. Svona uppá grín þá koma hér nokkrar myndir af Kómedíuleikhúsinu í London og það verður nú að viðurkennast að hið Íslenska Kómedíuleikhús væri alveg til í að eiga svona flott leikhús. Alltaf í lagi að láta sig dreyma soldið og verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn. Rétt er þó að taka fram að ekkert hefur verið ákveðið með konunglega heimsókn Kómedíuleikarans íslenska í Kómedíuleikhúsið í Lon og Don. Það mun verða birt í Leikið og Séð þegar þar að kemur. Hvort leikhúsin fari í vinaleikhúsa dæmi líkt og sveitafélög gera með vinabæi er ekki ljóst á þessari stundu, en þó væri nú gaman ef Gísli mundi skreppa í mestu leikhúsborg Evrópu og vestur á Ísó væri boðið uppá vandaðan breskan gamanleik. En gjörið svo vel The Comedy Theatre London.
Best að prenta þetta út svo maður rati í flottasta leikhúsið í Lon og Don
Já og svo er bara að velja sér sæti.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.