FLOTT HJÁ ÞJÓÐLEIKHÚSINU EN HVAÐ SVO?

Það er stór og mikil leikhúsfrétt að Þjóðleikhúsið bíður nú framhaldsskólanemum á landsbyggðinni ókeypis í leikhús. Um er að ræða sýninguna Norway.today eftir Igor Bauersima sem var frumsýnd í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 17. janúar síðastliðin fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði. Framundan eru svo sýningar í öðrum framhaldsskólum landsins. Þjóðleikhúsið hefur fengið styrk frá símafyrirtæki til að geta boðið uppá ókeypis sýningar fyrir framhaldsskóla á landsbyggðinni. Þetta er að sjálfsögðu mjög gott mál að Þjóðleikhúsið komi meira útá land með sýningar sínar og vonandi að verði sem mest framhald á. En samt er eitt atriði sem vert er að pæla aðeins í. Frítt í leikhús gott mál en einhver þarf að borga brúsann. Einsog gefur að skilja er nokk auðveldara fyrir Þjóðleikhúsið að fá fyrirtæki til að styrkja sig heldur en t.d. Kómedíuleikhúsið. Það segir sig sjálft og þarf ekkert að útskýra það nánar. Því er það nokk ljóst að það þýðir ekkert fyrir Kómedíu að hringja t.d. í Menntaskólann á Egisstöðum og bjóða Gísla Súrsson, sem yrði ábyggilega samt tekið vel í byrjun eða þangað til leikhúsið vildi fá eitthvað borgað. Að sjálfsögðu yrði þá svarið eitthvað á þessa leið: Borga. Nei, afhverju, ég meina Þjóðleikhúsið var hjá okkur um daginn og það kostaði ekki neitt." Já þetta er nokkuð erfið staða fyrir okkur sem störfum í Sjálfstæðu leikhópunum og höfum verið að setja upp farandsýningar fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. Reyndar hefur alltaf verið nokk erfitt að selja sýningar í mennta- og framhaldsskóla og það mun nú ekki batna úr þessu. En tímarnir breytast einsog Bob Dylan sagði og kannski er þetta bara framtíðina. Þá er bara spurning hvenær kemur að því að boðið verður uppá ókeypis sýningar fyrir leik- og grunnskólanema?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband