GUÐMUNDUR ANDRI ER BARA FLOTTUR PENNI

Kómedíuleikarinn hefur verið voða duglegur að lesa á nýja árinu. Enda fátt betra en stunda þá iðju á þessum tíma árs. Nú síðast var skáldsaga eftir Guðmund Andra, Íslandsförin sem Mál og Menning gaf út árið 1996. Sá Kómíski hefur nú ekki áður lesið verk eftir Gvend verst allra frétta afhverju þar sem hann hefur nú sent frá sér margt gott eftir því sem maður hefur heyrt. Lét semsagt tilleiðast og skellti sér í Íslandsför með Guðmundi Andra. Og það er alltaf gaman þegar manni er komið á óvart því þetta er hin ágætasta bók, já bara helv...góð. Nú er ekki spurning með það að aðrar bækur skáldsins komast á kómíska náttborðið. Skruddan sem er á náttborðinu núna er úr nýafstöðnu jólabókaflóði, nebblega, Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hér er líka verið að lesa í fyrsta sinn Yrsu og byrjunin lofar góðu, já alveg fyrstu 80 bls. Er ekki alveg nógu kunnugur fyrri glæpasögum hennar sem mér skilst að séu alveg glæpsamlega góðar. Og þá hvort þetta sé einsog hjá kollegum hennar Arnaldi og Árna sem hafa sinn Einar og sinn Arnald í hverri bók. Aðalrulluna hér spilar Þóra og er mjög sterk og vel byggð persóna. Er því sennilega Yrsu persónan. Eða hvað?? Æ, já ég gúgla það bara og tékka á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband