SÓLARDAGUR Á SIGLÓ Í DAG EN HEIÐURSGESTURINN MÆTTI EKKI
28.1.2008 | 17:21
Það er í dag sem sólin, blessuð sólin, átti að sjást í bænum hér á Sigló eftir langa fjarveru en hún birtist víst fyrst á gamla kirkjustaðnum á Siglufirði. En hún mætti ekki, að vísu sá maður geisla hennar í fjöllunum og var það voða næs en hitt hefði nú verið skemmtilegra. Hinsvegar sást sólin á Ísó í dag og að sjálfsögðu gerðist það í Sólgötunni. Sólardagurinn á Ísó var hinsvegar á föstudaginn þannig að sólarsýstemið er sennilega svona eftirá þetta árið og samkvæmt því ætti sólin að skína hér á sigló á fimmtudaginn samkvæmt Ísafjarðarsólúri.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.