ÞETTA ER ALGJÖRLEGA ÚT Í HRÓA
2.2.2008 | 15:56
Oft hefur úthlutun Leiklistarráðs verið umdeild en sjaldan eins mikið og nú í ár. Hvorki Möguleikhúsið né Stoppleikhópurinn fengu styrk en bæði þessi leikhús hafa sinnt barnaleikhúsinu hér á landi með miklum glans í um tvo áratugi. Fyrir löngu ætti að vera búið að tryggja starfsemi þessara leikhúsa með langtíma samstarfssamningi til t.d. 5 ára eða svo og þá jafnvel þríhliða samning, leikhúsið, borgin og ríkið, samsskonar og er við Hafnarfjarðarleikhúsið. Mæli með því að ný borgarstjórn ráðist í það djobb og gangi til samninga við borgina og ríkið svo Möguleikhúsið geti haldið áfram að starfa. Það væri algjör skandall ef Möguleikhúsið hverfur úr leikhúslífi landsins.
Rekstur leikhússins í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.