ATVINNULEIKLIST Á LANDSBYGGÐ ER Í MIKILLI HÆTTU

Það er ljóst að áhugi ríkisvaldsins á því að styrkja atvinnuleiklist á landsbyggðinni er af mjög skornum skammti. Finnst mörgum það skjóta soldið skökku við þegar ríkið keppist nú við að byggja upp atvinnulífið á landbyggðinni með ýmiskonar aðgerðum, samkeppnum, nýjum nýsköpunarsjóðum og hvað þetta heitir allt saman. Áhugi þeirra er sérstaklega á það að styrkja nýsköpun og auka atvinnuflóruna. En svo þegar þeir sem hafa einmitt verið að gera allt þetta byggja upp nýtt kompaní einsog t.d. lítið atvinnuleikhús á borð við Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sem er sannarlega nýsköpun þá virðist ekki vera áhugi á því að styðja við bakið á því. Ef við tökum dæmi um styrki til Kómedíuleikhússins frá Leiklistarráði sem hefur að gera með árlega styrki til atvinnuleikhópa og starfar á vegum Menntamálaráðuneytis. Þá kemur í ljós að Kómedíuleikhúsið hefur aðeins tvisvar fengið styrk frá Leiklistarráði og einu sinni bara listamannalaun frá árinu 2001 til ársins í ár. Eða eins og hér segir:

Árið 2002 tvær milljónir og fimmtíu og fimmþúsund.

Árið 2005 listamannalaun 4 mánuðir

Árið 2007 900 þúsund.

Já, ég veit þetta er mjög stutt saga og undarleg. Nú er erfitt að segja afhverju ráðið hefur ekki styrkt eina sjálfstæða leikhópinn á landsbyggðinni oftar. Já, pælið í því Kómedíuleikhúsið er eini sjálfstæði atvinnuleikhópurinn sem starfar allt árið á landsbyggðinni. Kannski er ástæða Leiklistarráðs sú að verkefni leikhússins finnst eru ekki nógu spennandi einsog t.d. leikur á borð við Gísli Súrsson sem hefur þó verið verðlaunaður nokkrum sinnum erlendis. Eða sýningin Dimmalimm sem hefur verið sýnd bæði hér heima og erlendis yfir 60 sinnum.  Einnig finnst þeim ekki spennandi að styrkja viðburð á borð við leiklistarhátíð sem ætti nú þó að vera á þeirra áhugasviði en kannski vilja þeir ekki styrkja svoleiðis vegna þess að hátíðin er haldin á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík.  Hvað veit maður og hvað á maður að halda. En einsog lesendur hafa kannski áttað sig á þá hefur ráðið sennilega ekki áhuga á að atvinnuleiklist þrýfist á landsbyggðinni. Eða með öðrum orðum atvinnuleiklist á landsbyggðinni er ekki á stefnuskrá ráðsins. Gott vel látið okkur á landsbyggðina þá vita af því og þá þurfum við ekki að vera að hafa fyrir því að sækja um. Það væri endalaust hægt að halda áfram en þó án nokkurar niðurstöðu. Því svarið er hjá Leiklistarráði og nú væri óskandi að það sæi sér fært að skýra frá stefnu ráðsins. Fáum stefnu Leiklistarráðs uppá borðið og fáum þetta svart á hvítu. Enda hlýtur það að vera hægt hér er um opinbert ráð að ræða og ætti ekki að vera nein leyndarmál þar að ræða. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

heyr heyr

Ársæll Níelsson, 6.2.2008 kl. 14:40

2 identicon

Já einmitt Heyr heyr sonur sæll - já leiklistarkakan er alltof lítil og vissulega sækja margir um með frábær verkefni. Enda eru Sjálfstæðu leikhúsin ótrúlega öflug hér á landi og víst er mikið af hæfileikafólki. Kómedía hyggst ekki leggja árar í bát þó allnokkur veltingur sé á Kómedíukænunni núna. Ísafjarðarbær er í okkar liði jú jú og reyndi m.a. fyrir nokkrum árum að fá Menntamálaráðuneyti í þríhliða samning við Kómedíu samskonar og Hafnafjarðardæmið, því miður hafði ráðuneytið ekki áhuga þrátt fyrir að Ísóbær væri tilbúinn með monnýpeningana.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:33

3 identicon

ÁFRAM Kómedíuleikhús, ÚÁ leiklistarráð!

Metis (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:57

4 identicon

Einmitt Morrinn væri flottur málsvari okkar á landsbyggðinni. En í alvöru pælið bara í þessu að vilja ekki stiðja og efla atvinnulistir á landsbyggð. Ég ekki skilja.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband