KJARVAL, ALFREÐ FLÓKI OG FLEIRI Á SIGLÓ
8.2.2008 | 17:16
Kómedíuleikarinn er staddur á Sigló einsog komið hefur fram hér á blogginu áður. Í dag brá hann sér í menningarrölt á Siglufirði en það er óhætt að segja að listin sé hér fjörug. Nokkrar vinnustofur eru í bænum og mjög öflugt leikfélag sem æfir nú af kappi Tveggja þjón í leikstjórn Kómedíuleikarans. Í bæjarhúsinu á Sigló er nú í boði einstök myndlistarsýning á verkum er ónefnd hjón gáfu bænum fyrir nokkrum árum. Ljóst er að safn þeirra hjóna sem þau gáfu bænum sínum er alveg geggjað og gefur góða mynd af mynlist síðustu aldar á Íslandi. Þarna eru verk eftir Kjarval, Tryggva Ólafs, Ásgrím, Jón Engilberts, Erró, Alfreð Flóka og fleiri og fleiri. Sérstaka athygli vekur líka verk eftir Salvador Dali. Þessi sýning er hreinn og beinn listviðburður og ég hvet alla sem kikka á Sigló, og líka þar sem þar búa, að láta þessa myndlistarsýningu ekki fram hjá sér fara.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk kem einmitt í borgina þann 24 og stefni að því að kikka.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.