ALLIR Í BÍÓ Á EGILSSTÖÐUM

Frábært framtak hjá Kristínu og austan mönnum og konum. Listahátíðir á landsbyggð er nokkuð sem framtíð er í og ættu stjórnvöld að pæla soldið í því og setja miklu meiri monnýpeninga í þessar hátíðir. Nú þegar eru fjölmargar veglegar listahátíðir haldnar á landsbyggðinni einsog leiklistarhátíðin Act alone, Við djúpið og Aldrei fór ég suður en allar þessar hátíðir eru haldnar á Vestfjörðum. Þá eru allir hinir landshlutarnir eftir Þjóðlagahátíð fyrir norðan kvikmyndahátíð fyrir austan osfrv. Já það er sannarlega ástæða til að fylgjast vel með listahátíðunum á landsbyggðinni hér eru á ferðinni verkefni sem eru sannarlega nýsöpun og um leið atvinnuskapandi einmitt á þeim stöðum sem skórinn hefur kreppst alltof mikið síðustu ár.
mbl.is Alþjóðlegur listvafningur á 700IS í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband