22. FEBRÚAR FRUMSÝNINGARDAGURINN MIKLI
21.2.2008 | 15:50
Það er óhætt að segja að það verði fjörugt í leikhúslífinu á Íslandi á morgun föstudaginn 22. febrúar en þá verða frumsýndar hvorki færri en kannski fleiri (ef ég hef gleymt einhverjum) en 5 sýningar vítt um breytt um landið allt frá Sigló til Reykjavíkur. Samkvæmt bókhaldi Kómedíuleikarans eru frumsýningar föstudagsins 22. febrúar þessar:
Tveggja þjónn - Leikfélag Siglufjarðar
Þið munið hann Jörund - Freyvangsleikhúsið
Leynimelur 13 - Leikdeild ungmennafélags Biskupstungu
Febrúarsýning - Íslenski dansflokkurinn
Nosferatu: Í skugga vampírunnar - Herranótt MR
Semsagt nú vita allir hvað þeir eiga að gera á morgun -
p.s. vinsamlegast látið vita ef fleiri frumsýningar eru á Frumsýningardeginum mikla 22. febrúar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.