ÚR SÍLDINNI Í SÚRINN
26.2.2008 | 20:09
Kómedíuleikarinn er kominn frá Sigló til borgarinnar eftir velheppnaða frumsýningu á gamanleiknum Tveggja þjónn hjá Leikfélagi Siglufjarðar. Tvær sýningar voru um helgina góð stemning og mikið hlegið. Nú verður dvalið í borginni næstu tvær vikurnar og boðið uppá tvær leiksýningar úr smiðju Kómedíuleikhússins. Fyrst ber að nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson sem er alls ekkert orðinn súr þrátt fyrir að vera komin í tæpar 170 sýningar. Einnig er með í förinni einleikurinn Skrímsli. Verða leikirnir á flakki um skóla borgarinnar næstu tvær vikurnar. Í dag var Gísli Súrsson sýndur í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði - flottir krakkar og engin sofnaði. Á morgun verður Skrímsli sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.