PÉTUR OG ÚLFURINN Í ÖÐRU VELDI

Kómedíuleikarinn hefur aldrei þessu vant kikkað aðeins á menninguna í borginni, en almennt er hann nú voða latur við það sérstaklega að fara í leikhús. Alveg skömm að segja frá þessu en nú á að setja sig í gónendastöðu í auknu mæli enda nauðsynlegt að kikka á kollegana. Skondið að segja frá því að af þeim þremur viðburðum sem hafa verið sóttir þá eru eru tveir þeirra sama sagan. Við erum hér að tala um klassíkina Pétur og úlfurinn eftir  Prokofiev en einsog maðurinn sagði þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Á föstudaginn var ævintýrið flutt í Salnum í Kópavogi í fluttningi nokkurra músík snillinga en sögumaður var Sigurþór A. Heimisson. Alveg hörkuskemmtilegt hjá þeim og Sóri var í essinu sínu sem sögumaðurinn og gaman að sjá hvernig hann nýtti sér Commedia dell'Arte tæknina. Í dag var svo kikkað í Kúluna að sjá annan snilling túlka þessa sömu sögu á leiksviðinu. Erum að tala um meistara Bernd Ogrodnik. Fyrsta sinn sem ég sé kappann á sviði og get alveg sagt það að allt hrósið sem maður hefur heyrt um hann er alveg rétt. Vá, hvað við erum heppin að hafa þennan brúðumeistara hér á landi. Mjög einlæg sýning og gaman að sjá hvursu gott samband hann hefur við áhorfendur. Einfaldleikinn í fyrirrúmi og hér er það leikarinn sem skiptir máli alltaf gaman að sjá það. Mæli óhikað með þessari sýningu sem veður aftur í Kúlunni um næstu helgi. Loka menningargónið til þessa var svo opnun mynlistarsýningar Guðjóns Sigvaldasonar í Gallerý Hún og Hún. Gjess alltaf flottur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband