GÍSLI SÚRSSON Í STAR WARS

Í morgun sýndi Kómedíuleikhúsið verðlaunaleikinn Gísla Súrsson í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ en þessa dagana er sá Súri einmitt á ferð og flugi milli skóla fyrir sunnan. Það var alveg feikilega gaman og mikið stuð í morgun og krakkarnir voru sko að fíla Gísla en það hafa líka allir hinir gert en sýningin er nú að nálgast 170 salíbunur. En samt hefur sá Kómíski alltaf jafn gaman að því að leika ævintýri útlagans enda verður það þannig að vera ef leikarinn hefur ekki gaman þá á hann bara að fara að gera eitthvað annað. Á skólasýningum gerist oft margt skondið en þó held ég að aldrei hafi það verið eins óvænt og núna í morgun. Reyndar gerðist þetta eftir sýningu. Kómedíuleikarinn stendur þarna á sviðinu í fornmannabúningnum og þar sem hárið er orðið nokkuð mikið verður hann að hafa teygju í hárinu. Nema hvað á sama stað og leiksýningin fer fram er einnig matsalur skólans. Þeir sem nú eiga að fá að snæða voru ekki á sýningunni og þurftu því margs að spyrja og var reynt að svara sem best og skilmerkilega. Allt í einu stekkur einn sprækur drengur inní salinn alveg á hlaupunum. Snarstansar þegar hann sér Kómedíuleikarann á sviðinu í formannadressinu og með teygjuna í hárinu og segir: Hva, á að fara að sýna Star Wars?"

Þetta verður varla toppað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha stórkostlegt alveg, nei Elvar Logi þetta toppar enginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

 börn eru snillingar!

Rannveig Þorvaldsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:29

3 identicon

Frábært!

Til hamingju með tilnefninguna! 

Harpa J (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:42

4 identicon

Já alveg rétt börn eru besta fólk var ekki einhver skáldsaga sem hét það? kannski eftir Andrés Indriða þori samt ekki að fara með  það. Takk kærlega Harpa.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband