VAR ROOSEVELT GÍSLI SÚRSSON Í FYRRA LÍFI

Í gær greindum við frá skondnu atviki í tengslum við Gísla Súra í Keflavík en það gerðist fleira á þeim góða stað. Þegar búið var að ganga frá leikmyndinni var boðið uppá kaffi á kaffistofu skólans. Mikið er nú kaffisopinn alltaf góður og það verð ég að segja að Bragakaffi er.....nei nei höldum heldur áfram með söguna. Í mörgum óspurðum fréttum sem þar voru sagðar voru rædd tengsl Franklin Roosevelt fyrrum Bandaríkjaforseta við Gísla sögu Súrssonar. Forsetinn sá var víst mikill áhugamaður um Íslendingasögurnar einsog reyndar fjölmargir aðrir já það er alveg ótrúlegt hve þetta er geggjuð smiðja ég held svei mér þá að engin skáldskaparjöfur eigi eftir að toppa þessar sögur ekki einu sinni Arnaldur og ekki heldur Gryðir en báðir eru þó flunkuklárir pennar. En aftur að Roosevelt og Íslendingasögunum. Þegar hann var spurður hver væri uppáhaldssagan sín sagði hann án þess að pæla - ,,Gísla saga Súrssonar" og ekki nóg með það heldur toppaði hann sjálfan sig með því að segja. ,,Og ég var Gísli Súrsson í fyrralífi."

Þá vitum við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elvar Logi þú ert að skrökva er það ekki ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:17

2 identicon

Nei nei hann ku hafa sagt þetta við ónefndan íslenskan fræðimann

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Heyrðu, svona framhald af blogginu mínu.....er ekki kominn tími á endurgerð Gláms og Skráms?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 21:41

4 identicon

Jú - ekki spurning það man maður sem vel er gert og væri nú ekki slæmt á fá vestfirska brúðuþáttaseríu - ég skal bakka þig upp

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband