SÓL Á ÍSÓ
11.3.2008 | 12:34
Verð bara að láta ykkur vita að því ekki að þetta séu eitthvað nýjar fréttir en það er sól og geggjað veður á ísó núna í dag. Í gær var líka rosa flott veður því ísóveðrið er alltaf fjölbreytt og listrænt. Rétt samt að taka það fram líka að það er góður skíðasnjór og við stefnum að því að halda honum aðeins lengur þrátt fyrir allt sólskinið því í næstu viku hefst hin árlega og stórmerkilega Skíðavika hér á Ísó. Síðustu ár hefur verið alltof mikið sólskin og því ekki hægt að skíða á Skiðaviku en núna verður það sko bæði sólskin og skíðasnjór. Dagskrá Síðavikunnar er að vanda mjög glæsileg og tekur Kómedíuleikhúsið að sjálfsögðu þátt í gleðinni. Má gjarnan nefna þetta Leikhúspáska á Ísó því alls verða þrjár Kómíska sýningar en sýnt verður í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Á föstudaginn langa verður Dimmalimm sýnt kl. 14. og tveimur tímum síðar stígur útlaginn Gísli Súrsson á sviðið. Dimmalimm verður sýnt aftur á fjölunum á Páskadag kl.14. Miðasala hafin á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Annars bara allt í Kómískt gott að frétta í gær var Kómedíuleikarinn í stúdíó RÚV á Ísó við upptökur á nýjum útvarpsþætti fyrir Rás eitt sem hann gerir í samvinnu við Jónu Símoníu Bjarnadóttur. Þátturinn heitir Hátíð hátíðanna og verður fluttur á Skírdag kl.14.00 á Rás Eitt.
Gísli Súri verður á Skíðaviku á Ísó
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
já það er geggjað veður og verður geggjað fjör á Skíðaviku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 12:41
Ekki spurning - gæti alveg trúað að þetta verði flottasta Skíðavikan og er þá mikið sagt - verður allavega Rokk og ról
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:01
Já einmitt, rokkog ról, snjór og skíði og snjór NOT?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.