FRÁBÆR HUGMYND - MEIRA SVONA
12.3.2008 | 12:17
Þetta líst Kómedíuleikhúsinu sérlega vel á enda verið ávallt ákafur talsmaður þess að auka þurfi atvinnulistir á landsbyggð. Möguleikarnir á landbyggðinni til handa listafólki eru svo rosalega margir. Víða eru húsnæði einsog einmitt þetta á Skagaströnd sem bíða eftir nýju hlutverki einsog t.d. á Bíldudal þar er gamla sláturhúsið sem stendur autt en er flott hús og væri einmitt tilvalið í Listasetur með vinnustofum fyrir listamenn staðarins og ekki síður þá sem ákveða að setjast að í þorpinu og sinna verkum sínum þar. Fyrir nokkrum árum var nú Kómedíuleikarinn ásamt félaga sínum með svoddan hugmynd á Bíldudal og kynntu þeir hana meðal annars í fjölrituðu listablaði sem þeir gáfu út og nefndist Menning. Þetta var ef ég man rétt árið 1990 og voru þeir félagar þá að fást við kvikmyndagerð og höfðu þá gert eina mynd Týndu hetjurnar. Þeim fannst því tilvalið að næsta skref væri að reisa kvikmyndaver sem einnig væri Listamiðstöð með vinnustofum. Húsnæðið sem þeir höfðu í huga var hið sögufræga hús Matvælaiðjan á Bíldó þar sem framleiddar voru hinar frægu Handsteiktu kjötbollur og Bíldudals Grænar baunir. Kómedíufrúin var fengin til að teikna húsið upp með allt þetta í huga og koma þetta var flott út en því miður varð ekkert úr framkvæmdum enda framleiddu þeir ekki aðra ræmu. En gaman að sjá að nú tæpum 20 árum síðar sé þetta einmitt að gerast. Atvinnuleiklist á landsbyggð á framtíð fyrir sér og nú er það hlutverk ríkisvaldsins að aðstoða með alvöru hætti við að gera þetta - setja alvöru monnýpeninga í málið og stígum skrefið til fulls. Kómedía er alveg sannfært um að mikil áhugi er meðal listamanna að starfa á landsbyggðinni.
Frystihúsi breytt í vinnustofur listafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já mér líst vel á þetta, við eigum auðvitað nóg af svona húsum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 12:49
Já t.d. á Þingeyri af því það er mikið verið að ræða aðstæður þar sem eru náttúrulega grafalvarlegar - en þar eru einmitt nokkur svona hús sem væri auðvelt að stúka aðeins niður og breyta í Listasetur Þingeyri er líka alltof flottur staður og alltof fáir sem njóta þess..og við eigum fullt af fleiri húsum bæði hér í Ísafjarðarbæ og líka í Víkunum báðum þá sérrílagi annarri
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:00
Já, AUÐVITAÐ og El Logi del Pioneer gefur gott fordæmi með einleikjahátíðinni, hvernig er hægt að halda þessu lifandi.
Bergur Þór Ingólfsson, 12.3.2008 kl. 17:41
Stórt er spurt - en einn partur af svarinu er sá að það sé aðeins hægt að halda svoddan nokkuð á landsbyggðinni einsog t.d. í menningarbænum ísó þar sem allir eru til í að hjálpa enda ekki allt talið í monnýpeningum - en það er að vísu það sem vantar soldið ennþá á landsbyggðina þessir monníngar en góðir hlutir gerast hægt -
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:07
Ég gæti alveg hugsað mér að vera gesta-lista-maður (sem borgar leiguna) einu sinni eða oftar á ári, hvar sem er á landinu, kanski tek ég þig með Logi, svona tveir fyrir einn
Marsibil G Kristjánsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:51
Góð hugmynd og stækkar frystihúsalistasetrahugmyndina enn meira að hafa nokkrar lausar gestastofur væri t.d. alveg til í að vera á Stokkseyri að vinna í hálfan mánuð eða svo
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.