STÓRTÍÐINDI

Þetta er bara frábært engin ástæða til að vera geyma gömul íslensk sjónvarpsverk ofan í kassa. Það er til fullt af merkilegum verkum þarna t.d. Maður og kona svo maður byrji langt aftur þar sem Brynjólfur Jóhannesson fer á kostum sem Séra Sigvaldi. Aðeins nær okkur í tíma þættirnir...æi hvað heita þeir nú aftur gerðust í nokkrum íbúðum og voru með Arnari Jónssyni og Júlla Brjáns ofl...oh þoli ekki þegar ég man ekki nöfn á verkum...vonandi man þetta einhver og þá segir maður...já auðvitað alveg einsog í Gettu Betur. Þetta eru sannarlega stórtíðindi úr Efstaleitinu - væri t.d. gaman að hafa svona Kikkað í gullkistuna aðra hvora viku þar sem gamalt íslenskt sjónvarpsefni er sýnt.
mbl.is RÚV semur við félög leikara og tónlistarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

 Frábært !!! þá get ég kannski lagt gömlu kasettunum með leikritunum sem ég byrjaði að safna sem unglingur.  Gaman væri að heira leikritið Draugaskip leggur að landi aftur, ég var með það á fjórum kasettum og fyrsta kasettan er algjörlega óhlustanleg í dag ónít.

Humm....hefur verið reynt að útvarpa myndlist.......

Marsibil G Kristjánsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:01

2 identicon

Fá þá leikarar ekkert greitt í sinn vasa fyrir endurfluttninginn? Ef svo er þá eru þetta sorgartíðindi!

stefán Karl (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:21

3 identicon

Draugaskipið það held ég að ég muni eftir því rann nú nokkuð oft í gegnum snældutækið hjá okkur á Bíldó flott stykki sem væri gaman að heyra aftur þar sem sú fyrst er nokkuð lúinn - Stefán það kemur fram að um sé að ræða árlegt framlag til handa FÍL fyrir það efni sem endurflutt verður en ekkert nánar um það og þori því ekkert að segja enda ekki félagi í FÍL

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:53

4 identicon

Þættirnir heita: Fastir liðir eins og venjulega, og eru án vafa eitt það besta sjónvarpsefni sem RÚVið hefur framleitt

Eiki Bleiki (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

En hvað með Stöð 2???????

Einar Bragi Bragason., 13.3.2008 kl. 00:21

6 identicon

Ég vissi það - takk Eiki

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ríkissjónvarpið gerir alltof lítið af því að endursýna marga skemmtilega þætti, sem hafa verið gerðir.  Á meðan útvarpsstjóri Páll Magnússon fær svipuð laun og forstjórar stórfyrirtækja og ekur um á 10 milljóna króna jeppa í eigu RÚV, þá er það til skammar að vera, að horfa á eftir einhverjum smáaurum til leikara ef þarf að greiða þeim eitthvað fyrir að íslenskt efni sé endursýnt.  Íslenski leikarar hafa aldrei verið taldir til hálaunafólks og vinna sín störf oft meira af hugsjón en fyrir peninga, en auðvitað þeir tekjur til að geta lifað eins og annað fólk.

Jakob Falur Kristinsson, 13.3.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Ársæll Níelsson

Þetta er flott.
Skyldu þeir þá fara að sýna Nonna og Manna aftur?
Verst að maður er fluttur til útlanda og á erfitt með að njóta þessa.

Ársæll Níelsson, 13.3.2008 kl. 05:55

9 identicon

Að sjálfsögðu verða leikarar að fá sitt , launin okkar eru nú ekki það há og ég hef nú ekki trú á öðru en FÍL sjái um þau mál að útdeila greiðslunni til réttra aðila. Nonni og Manni já væri sko alveg til í að sjá þá þætti aftur og Sæli ég skal sjá um að taka þetta upp fyrir þig því ég á nefnilega Myndbandstæki þó ótrúlegt sé enda það meira notað hér á bæ til að horfa á gamlar Chaplin myndir og meiri klassík 

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:31

10 Smámynd: Ársæll Níelsson

Þetta með myndbandstækið kemur ekki á óvart:)
Er að koma mér upp ágætis Chaplin safni á DVD, kosturinn við það er allt aukaefnið sem fylgir á diskunum, s.s. heimildarmyndir og fleira, auk þess sem búið er að pússa upp myndgæðin.

Ársæll Níelsson, 13.3.2008 kl. 14:29

11 identicon

Rétt er það ótrúlegt hvað til er að svokölluðu aukaefni - mæli með að þú kikkir líka á Buster Keaton fengir líka mörg prik frá meistara Ole um leið

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:29

12 Smámynd: Ársæll Níelsson

Var að sjá haft eftir Þórhalli Gunnars að Fastir liðir. . .  muni vera meðal þess sem þeir endursýna.

Hef einmitt verið með augun opin eftir efni frá Keaton. Hef ekkert fundið en fékk The General lánaða um daginn, stórskemmtileg mynd. Í henni sést vel hver er fyrirmynd Jackie Chan þegar kemur að gamanleik.

Ársæll Níelsson, 13.3.2008 kl. 19:02

13 identicon

Geggjað þá er bara að vona að þættirnir séu ekki bara góðir í minningunni. Our Hospitality er flott Keaton mynd og fæst víða sá hana meira að segja einu sinni í Tiger þeirri merku sjoppu

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband