KÓMEDÍULEIKARINN Í BÍÓ
14.3.2008 | 16:36
Í kvöld verður kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson frumsýnd í Háskólabíói. Kómedíuleikarinn er meðal leikenda í ræmunni og leikur þar sínar frægu fimm mínútur en svo skemmtilega vill til að það er klassísk lengd hjá honum á hvíta tjaldinu. Fyrri fimm mínútna afrek kappans í kvikmyndaheiminum eru í myndinni Fiasko og Allir litir hafsins eru fallegir. Í Heiðinni leikur Kómedíuleikarinn starfsmann á bílaverkstæði og finnst mörgum það kannski soldið skondið þar sem leikarinn er nú frægur fyrir sína þumalputta og getur varla skipt um dekk, en þetta er nú bara bíó. Fleiri fréttir af kvikmyndaferli þess Kómíska er að hann hefur þegið boð um að leika í sjónvarpsmynd, má ekki segja hvað hún heitir á þessu stigi, sem verður tekin upp á Vestfjörðum í sumar. Og hvað haldiði þar mun hann birtast í upphafs og lokaatriði myndarinnar sem mun telja um fimm mínútur, já það er ekkert verið að bregða útaf vananum. Allir í Háskólabíó í kvöld og næstu kvöld.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta gera þá samtals 15 mínútur af frægð . . . amk þar til sjónvarpsmyndin kemur út. Ekki heldurðu að aðstandendur ónefndu sjónvarpsmyndarinnar séu með hlutverk fyrir ungan kómískan lærling? ;)
Ársæll Níelsson, 14.3.2008 kl. 16:54
Heyrðu er þessi ágæti Einar sonur Gunnlaugs á Hvilft ? bara spyr, þau eru hæfileikarík börnin hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:47
Skal tékka Sæli reyndar fá hlutverk í þessari mynd þ.e. með texta en sjáum til - Já rétt til getið Ásthildur þetta er Vestfirðingur og úr Önundarfirðinum mikill öðlingur.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.