Á PÁSKUM ER BEST AÐ VERA Á ÍSÓ - ENDA LIGGUR STRAUMURINN VESTUR SEM ALDREI FYRR

Eftir órfáa daga hefst hin árlega Skíðavika á Ísafirði. Gleðin hefst á Silfurtorgi á Ísó miðvikudaginn 19.mars þegar hátíðin verður formlega sett. Og þar með er gleðin hafin og það væri alltoflangt mál að fara að telja upp þá fjölda atburða sem í boði verða á Skíðavikunni í ár. Hæst ber að sjálfsögðu rokkhátíðin Aldrei fór ég suður sem verður nú haldin fimmta árið í röð. Hátíðin hefur slegið í gegn svo um munar og rúsínan í pylsuendanum það er frítt inn en það er sérstakur ísfirskur siður að hafa frían aðgang a hátíðum samanber Act alone leiklistarhátíðina, já já maður kemur nú alltaf sínu að. Kómedíuleikhúsið tekur að sjálfsögðu þátt í Skíðavikunni og býður uppá Leikhúspáska á Ísó hvorki meira né minna. Leikurinn hefst á föstudaginn langa með sýningu á einleiknum Dimmalimm kl.14. Sýnt er í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á sama stað og Kómedían sýndi hinn vinsæla Jólasveina leik fyrir síðustu jól. En Dimmalimm verður ekki einsömul lengi því kl.16.00 á föstudaginn langa verður útlaginn Gísli Súrsson sýndur í Tjöruhúsinu og gaman að geta þess að þetta er 167 sýning á Gísla Súra. Þannig að hann er semsagt rétt að byrja. Á Páskadag verður Dimmalimm aftur í Tjöruhúsinu á sama tíma kl.14.00. Miðasala er á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

Nú svona til að kikka aðeins á dagskrá Skíðaviku 2008 þá verður m.a. meistari Siggi Björns á besta bar landsins þið vitið Vagninum á Flateyri, Davíð Örn sýnir í Slunkaríki, leikfélag MÍ sýnir Rocky Horror, Bermuda verður með útgáfutónleika og Heimsins ljós í Ísafjarðarkirkju. Síðast en ekki síst verður Kómedíufrúin með opna vinnustofu sem hún nefnir einfaldalega Billustofu nema hvað. Þar gefst gestum kostur á að kikka á verk hennar og jafnvel kaupa líka. Dagskrá Skíðavikunnar er á heimasíðu festivalsins

www.skidavikan.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og svo sannarlega lofar veðrið góðu hjá okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 13:16

2 identicon

Já það er komið hið KLASSÍSKA ÍSAFJARÐARVEÐUR sól og meiri sól og allir í stuði

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband