ÞREFALDUR TVEGGJA ÞJÓNN Í FJALLABYGGÐ
18.3.2008 | 15:03
Leikfélag Siglufjarðar verður með þrjár sýningar á leikritinu Tveggja þjónn í vikunni en leikurinn er í leikstjórn Kómedíuleikarans. Sýnt verður í kvöld kl.20.30 í BíóCafé á Sigló og svo aftur á skírdag. Uppselt er á seinni sýninguna en órfá sæti eru laus í kvöld og því um að gera að panta strax. Á laugardaginn, 22. mars, verður Tveggja þjónn sýndur á Ólafsfirði. Það verður því mikið fjör í Fjallabyggð um páskana og um að gera að skella sér í leikhús. Tveggja þjónn hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur enda er hér á ferðinni ekta ítalskur gamanleikur einsog þeir gerast bestir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.