BILLUSTOFA UM PÁSKANA
19.3.2008 | 12:07
Kómedíufrúin, Billa, verður með vinnustofu sína á Ísafirði opna um páskana. Stofan heitir að sjálfsögðu Billustofa og er í túninu heima nánar tiltekið Túngötu 17 gengið inn að ofanverðu. Billustofa opnar formlega á morgun, Skírdag, kl.15.00 og verður síðan opin á föstudaginn langa og á laugardag á sama tíma. Á Billustofu gefst gestum kostur á að kikka á fjölbreytt listaverk Billu allt frá pennateikningum til jólasveina á rekavið. Kaffi á könnunni og nú er bara að skella sér.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg nýbreytni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 12:09
Já mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd hjá frúnni
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:33
Myndi koma við ef að þetta væri ekki aðeins út úr mínu göngufæri.
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:09
Ef vel gengur verður Billustofa líka opin í sumar og svo bara ef þú átt leið vestur þá ertu ávallt velkomin í túnið heima
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.