TAKK FYRIR KOMUNA Á LEIKHÚSPÁSKA
24.3.2008 | 14:26
Það er óhætt að segja að sjaldan hafi jafnmargir komið á Skíðaviku á Ísó og nú í ár. Stappaður bær af fólki og rosa gaman. Viðburðir útum allt músíkin í meirihluta en líka nokkrar myndlistar- og ljósmyndasýningar að ógleymdum leikhúsinu Leikfélag MÍ sýndi Rocky Horror, Saga Sigurðardóttir og companý bauð uppá danssýningu og Kómedían var með Dimmalimm og Gísla Súra. Þrátt fyrir alveg geggjað veður alla páskana þá var góð mæting í leikhúsið, takk fyrir það og takk fyrir komuna á Ísó komið sem allra fyrst aftur og ávallt velkomin. Væri t.d. upplagt að plana næstu vesturferð þegar Act alone leiklistarhátíðin verður haldin dagana 2. - 6. júlí. Vegleg dagskrá þar sem sýndir verða um 20 leikir og rúsínan í pylsunni það er FRÍTT INN.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alveg ótrúlegt hjá mér, ég ætlaði að koma á Dimmalimm, á fyrri sýningunni var ég að passa smábarn og komst ekki, svo var ég ákveðin í að koma á páskadag, en þá lá ég í flensu. Ég er reyndar sammála þér í því að þessir páskar voru frábærir með alla þessa góðu gesti og erlenda blaðamenn, hróður okkar á eftir að berast víða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:17
Ekki örvænta Dimmalimm er rétt að byrja og fleiri sýningar eiga eftir á vera á Ísó - já ég held að allir geti verið sáttir við páskana og bara hvað allir voru staðráðnir í að skemmta sér vel - ekkert vesen
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.