MANNAVEIÐAR ÁGÆTIS BYRJUN
26.3.2008 | 15:24
Kómedían fagnar mjög aukinni íslenskri dagskrágerð á sjónvarpsstöðum og sama held ég að sé um meiri hluta landans. Það skal viðurkennast að sá Kómíski er mjög slappur í sjónvarpsgóni en þegar kemur að innlendu efni er setið við kassann. Nýjasta afurðinn er glæpaseríann Mannaveiðar sem er byggð á hinni frábæru glæpasögu Afturelding eftir Vikor Arnar Ingólfsson. Því miður já ég segi því miður var ég búinn að lesa bókina en það getur oft skemmt fyrir þegar horft er á sjónvarps eða kvikmyndaútgáfu á verkinu. Bókin er nefnilega hinn besti reyfari. Samt eru Mannaveiðar bara ágætis byrjun t.d. var byrjunaratriðið mjög gott fyrir utan gerfilegt gólið í hundinum þegar hann var skotinn en látum það liggja á milli hluta. Persónur eru hinsvegar mjög vel úr garði gerðar og er þar fremstur Ólafur Darri sýnir hér stórleik. Já, þetta er bara ágætis byrjun og verður því setið við kassann á næsta sunnudag kl.20.20 þegar annar þáttur Mannaveiða fer í loftið.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.