VEL MÆLT OG ALLT SATT OG RÉTT
26.3.2008 | 17:43
Kómedía tekur heilshugar undir þessi orð allt satt og rétt. Aldrei fór ég suður er sannarlega hátíð fólksins og á örugglega eftir að draga að sér ennfleiri aðdáendur og gónendur að ári. Aldrei fór ég suður er gott merki um það hvað eitt stykki listahátíð getur gert fyrir atvinnulífið. Núna um helgina var fullur bær af fólki og allir hagnast. Fyrirtækin í bænum s.s. Bakarinn, Hamraborg, Hótel Ísafjörður ofl ofl og svo allir hinir Flugfélag Íslands, N1 ofl. Hef sagt það áður en segi það enn það er mikill vaxtabroddur í vera með listahátíð sem þessa í Ísafjarðarbæ. Og það skemmtilega er að þau eru fleiri festivölin hér vestra tónlistarhátíðin Við Djúpið í júní og leiklistarhátíð Kómedíu Act alone í júlí. Allt hefur þetta mikið að segja bæði fyrir mannlífið og þá ekki síður fyrir atvinnulífið. Nú er bara að vona að fyrirtækin sjái leik á borði og flykkist í kringum listahátíðirnar þrjár á Ísó. Eða sagði ekki maðurinn: Þú verður að eyða monnýum til að græða þá.
Hátíðin er okkar og hún er skemmtileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þó eg hafi aldrei komið á þessa hátíð þá tek eg ofan fyrir ykkur fyrir þetta frábæra framtak.. Eg ferðaðist um vestfirðina síðasta sumar og heillaðist af seiglunni og þrautseigju ykkar. Kom reyndar líka um árið á landsmót harmonikkuspilara
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:09
Takk og ávallt velkomin í hátíðarstuðið vestra
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:13
allt satt og rétt, sammála því....
Sigrún Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.