JA JA NONNA UND MANNA AFTUR Í SJÓNVARPIÐ DANKE
27.3.2008 | 11:03
Ég veit ég hef aldrei verið sleipur í þýskunni, kannski vegna þess að ég hef aldrei lært hana í skóla. En ég verð bara að taka undir með heiðurszontakonunum á Akureyri sem eiga heiðurinn af Nonnahúsi og að hafa haldið nafni skáldsins hátt á lofti í mörg ár. Í minningunni eru þessari þáttir um ævintýri Nonna og Manna alveg stórskemmtilegir og ég er nokk viss um að æskan í dag mun ekki síður taka vel á móti piltunum. Ekki satt?
Nonni, Manni og smaladrengur hittast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alveg er ég innilega sammála að það eigi að sýna þessa þætti aftur, á mínu heimili horfðu allir á Nonna og Manna þættina og allir höfðu gaman af.
Halla Jensdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 11:20
Það er alveg nauðsynlegt að horfa á þetta reglulega. Mér finnst að þetta ætti að vera gefið út á DVD á íslensku líka
Mér finnst að RUV eigi ekki hugsa sig um tvisvar heldur bara sýna þetta aftur... það er orðið svo langt síðan síðast.
Nonna og Manna fan #1 (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:06
Já ég veit allir horfðu og ég efast ekki um að prinsessurnar mínar þrjár muni fíla þetta alveg frá þeirri 17 ára til þeirra litlu sem er 6. DVD útgáfa væri fín mundi líka ganga vel í þýska ferðamanninn sem sækir okkur heim. Þórhallur hér er gott tækifæri.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:20
Ég tek undir með ykkur ,ég las bækurnar og horfði á þættina það yljar mér
Drengirnir mínir myndu verða ánægðir
Ruth, 27.3.2008 kl. 12:57
Bækurnar já sem minnir sjálfan mig á eina hugmynd sem ég hef gengið með lengi - að gefa sögurnar út á hljóðbók, hef nebblega verið að dudda mér við að gefa út svoleiðis bækur - á maður ekki bara að tékka á þessu? mundi allavega stytta biðina eftir sjónvarpsþáttunum
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.