ÞORSTEINSVAKA

Verð bara að vekja athygli á þessari frétt um stórviðburð í Iðnó á næstunni. Þar mun Hjalti Rögnvaldsson lesa ljóð Þorsteins frá Hamri í tilefni af 70 ára afmæli skáldsins. Erum nú ekkert að tala um nokkur ljóð heldur bara allt safnið einsog þessi frétt hér gefur til kynna sem er á heimasíðu TMM www.tmm.is

Þorsteinsvaka

 

Í tilefni af því að Þorsteinn frá Hamri varð nýlega 70 ára og að 50 ár eru liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar hans flytur Hjalti Rögnvaldsson leikari ljóð Þorsteins í Iðnó næstu fjóra mánudaga, 31. mars, 7., 14. og 21. apríl. Lesturinn hefst kl. 17 og heldur áfram vel fram yfir miðnætti. Aðgangur er ókeypis.

_____________________________________________________________________Mánudaginn 31. marskl. 17 Í SVÖRTUM KUFLI (1958)kl. 19 TANNFÉ HANDA NÝJUM HEIMI (1960)kl. 21 LIFANDI MANNA LAND (1962)kl. 23 LANGNÆTTI Á KALDADAL (1964)kl. 01 JÓRVÍK (1967)_____________________________________________________________________Mánudaginn 7. aprílkl. 17 VEÐRAHJÁLMUR (1972)kl. 19 FIÐRIÐ ÚR SÆNG DALADROTTNINGAR (1977)kl. 21 SPJÓTALÖG Á SPEGIL (1982)kl. 23 NÝ LJÓÐ (1985)_____________________________________________________________________Mánudaginn 14. aprílkl. 17 URÐARGALDUR (1987)kl. 19 VATNS GÖTUR OG BLÓÐS (1989)kl. 21 SÆFARINN SOFANDI (1992)kl. 23 ÞAÐ TALAR Í TRJÁNUM (1995)_____________________________________________________________________Mánudaginn 21. apríl kl. 17 MEÐAN ÞÚ VAKTIR (1999)kl. 19 VETRARMYNDIN (2000)kl. 21 MEIRA EN MYND OG GRUNUR (2002)kl. 23 DYR AÐ DRAUMI (2005)AÐGANGUR ÓKEYPIS

 

Þetta er náttúrulega bara snild. Hjalti er einn besti upplesari okkar og hefur áður gert ljóðum Jóns úr Vör mjög góð skil og því ástæða til að hvetja sem flesta til að skunda í Iðnó næstu mánudaga og pælið í því FRÍTT INN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég ætla að reyna að mæta. Hjalti er magnaður. Kveðja.

Eyþór Árnason, 29.3.2008 kl. 17:25

2 identicon

Verð með ykkur í anda

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er góður listamaður, en ekki að sama skapi góð manneskja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband