TIL LUKKU GÆÐALEIKARI MEÐ DAGINN
31.3.2008 | 10:43
Christopher Walken einn af bestu leikurum Hollywoodborgar. Stendur alltaf fyrir sínu en velur oft myndir sem standa síður en svo fyrir sínu og þá eina sem bjargar þeim frá gleymsku er frammistaða Walken. Að mínu mati eitt flottasta Bond illmennið en hann fer á kostum í A View to a Kill þar sem Roger Moore, uppáhalds Bondinn minn, er í njósnaragerfinu og Duran Duran semur titillagið sem er ágætis slagari sem eldist vel. Einhverju sinni heyrði ég að Walken ætlaði að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Í fyrstu fannst mér það útíhött hugsaði svo til Reagan og sagði þá bara Auðivtað, ég meina hann hefur allavega þetta lúkk sem hentar hlutverkinu og mundi ábyggilega standa sig vel. Hinsvegar vil ég nú heldur að hann haldi sig við bíóið og þau hlutverk sem þar bjóðast en mátt samt alveg vanda valið betur. Til lukku með daginn.
Christopher Walken 65 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.