WHOOPI GOLDBERG Á ACT ALONE 2008
1.4.2008 | 13:13
Aðalgestur Act alone leiklistarhátíðarinnar á Ísafirði verður stórleikkonan Whoopi Goldberg. Viðræður hafa staðið yfir við leikkonuna í allan vetur og loksins hafa samningar milli Whoopi og Act alone tekist. Whoopi Goldberg mun sýna einleik sinn The Spook Show sem er einn allra vinsælasti leikur hennar. Leikurinn var sýndur á Broadway 1984-1985 yfir 150 sinnum og alltaf fullt hús. Það var einmitt í þessari sýningu sem Whoopi vakti fyrst almenna athyli og hlaut í kjölfarið hlutverk hjá Steven Spielberg í kvikmyndinni The Color Purple og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Whoopi er einn fremsti einleikari heimsins í dag og er jafnan nefnd á sama tíma og einleikarinn og Actalónarinn Eric Bogosian sem sýndi á Act alone 2006. Whoopi Goldberg er þó einkum þekkt á hvíta tjaldinu og hefur leikið í myndum á borð við Jumpin' Jack Flash, Clara's Heart, Ghost, Sister Act ofl ofl. Whoopi hefur fjóru sinnum verið kynnir Óskarsverðlauna við góðan orðstýr. Það er óhætt að segja að koma Whoopi Goldberg á Act alone er stórviðburður enda á leikkonan fjölmarga aðdáendur hér á land. Aðgangur að Act alone er ókeypis og því nokkuð víst að bekkurinn verði þéttsetinn þegar Whoopi stígur á svið en hún mun opna Act alone hátíðina 2. júlí. En rétt er að geta þess að Whoopi mun dvelja á Ísafirði alla hátíðina. Á morgun verður birt einkaviðtal Kómedíuleikhússins við Whoopi Goldberg á Act alone vefnum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegan 1. apríl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 13:25
Og góðan Kómískan dag
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:40
til hamingju vestfirðingar - ég er búin að hlaupa tvisvar apríl með því að trúa góðum fréttum að vestan!
Guðrún Helgadóttir, 1.4.2008 kl. 16:45
Úps sorrý en þetta er nú bara einu sinni á ári
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:27
sniðugur..
Marta, 1.4.2008 kl. 19:03
bíddu nú við er 1 apríl í dag ??????...hehehe
Sigrún Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 19:39
Já já þetta var bara nett gabb í tilefni dagsins en öllu gríni fylgir alvara sagði einhver þannig að hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:03
Jamm kannski hún komi svo eftir allt saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 23:05
Aldrei að segja aldrei
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.