NÝ HLJÓÐBÓK VÆNTANLEG
7.4.2008 | 17:54
Kómedíuleikhúsið vinnur nú að útgáfu hljóðbókar sem er jafnframt þriðja hljóðbók leikhússins. Leikhúsið heldur áfram að vinna með gömlu góðu þjóðsögurnar og nú eru það Þjóðsögur úr Bolungarvík. Sögurnar eru úr safni Finnboga Bernódussonar sem voru gefnar út á bók úr heitinu Sögur og sagnir úr Bolungarvík. Bókin er löngu uppseld og því má segja að þessi útgáfa Kómedíuleikússins á hljóðbókinni Þjóðsögur úr Bolungarvík verði vel tekið og ákaft fagnað. Enda eru hér á ferðinni fjölbreyttar sögur úr víkinni allt frá draugasögum til tröllasagna. Það er Kómedíuleikarinn sem les sögurnar inn en alls eru 22 sögur á hljóðbókinni. Upptökum á hljóðbókinni er ný lokið og er hljóðbókin væntanleg í hús í lok mánaðarins. Þangað til er hægt að hlusta á fyrri hljóðbækur Kómedíuleikhússins Þjóðsögur úr Vesturbyggð og Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Hægt er að panta hljóðbækur Kómedíu á heimasíðunni www.komedia.is Einnig eru hljóðbækurnar til sölu í Pennanum og Eymdunsson sem og á ýmsum stöðum á Vestfjörðum t.d. í vefverzlun Galdrasafnsins.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.