AÐ FARA Í HITT LEIKHÚSIÐ

Pólitíkin er jú bara leikhús bara spurning hvort það sé jafnskemmtileg teater og það sem hann er í núna, finnst það nú frekar hæpið. Hinsvegar er Izzard vanur að spinna og það er mjög góður kostur í tíkinni. Ef hann ætlar að skella sér í pólitíkina þá væri breska þingið eitthvað fyrir Izzard það er bara ensog leikhús, menn hrópa og kalla og almennt virðist vera mikið stuð þarna. Því þingmenn bæði púa og hrópa húrra og stundum er klappað held reyndar ekki að menn hendi tómötum og svoddan en gæti þó verið. Held hann þurfi samt að skila kjólinn eftir heima og versla sér jakkaföt og bindi. Það er svosem ekkert nýtt að leikhúsfólk kikki á hitt leikhúsið, tíkina, hér á landi nægir að nefna Kolbrúnu Halldórs og svo var Þórhildur Þorleifs líka á þingi á sínum tíma. Af úttlenskum leikhússtjórnmálaköppum má nefna Ronald Reagan, Clint Eastwood og Arnald Svartsnenegger. Listinn er örugglega lengri og þið megið alveg bæta við hann.

Hinsvegar vona ég að ef Izzard skelli sér í tíkina að hann hætti ekki í uppistandinu sem eru alveg geggjuð.


mbl.is Izzard vill gerast stjórnmálamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Væri meira en brilliant að fá manninn inn á þing, svo ef hann lendir í einhverju veseni getur hann bara sagt: "it wasn't me, I swear! I was on the moon..with Steve!"

kiza, 21.4.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband