FRUMHERJINN OG HUGSJÓNAMAÐURINN JÓN KR ÓLAFSSON FRÁ BÍLDUDAL

Á Vestfjörðum og víðar um landið má finna fjölmarga frumherja og hugsjónamenn og konur. Fólk sem hefur hugmyndir og framkvæmir þær og láta ekkert stoppa sig. Því þessir aðilar eru oft með svo geggjaðar hugmyndir sem fáir hafa trú á fyrr en þær eru komnar til framkvæmda og í aktíon. Sem þýðir náttúrulega að fáir eru til í að leggja svona verkefnum lið. En þessir frumherjar eru mjög ástríðufullir og kíla bara á þetta sjálfir leggja einfaldlega allt í sölunar alla sína aura, sparifé, veðsetja húsið sitt, vinna fjórfalda vinnu og þannig mætti lengi telja. Oftar en ekki er það nú svo að þegar þessir frumherjar hafa startað sínu dæmi og standa jafnvel eftir á brjóstarhaldaranum einum þar sem allir aurarnir hafa farið í að framkvæma hugmyndina. Þá loksins fatta allir að þetta sé alveg geggjað dæmi og þá loksins fær verkefnið stuðning. Þetta er þekkt dæmi sérstakalega í listageiranum. Einn af þessum fruherjum og hugsjónamönnum er stórsöngvarinn Jón Kr Ólafsson sem er einkum kunnur fyrir túlkun sína á slagaranum Ég er frjáls með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal. Hann átti sér draum um að opna tónlistarsafn á Bíldudal og með þrjóskunni og trú á hugmynd sína opnaði hann Tónlistarsafnið Melódíur minninganna 17. júní árið 2000. Ekki voru margir monnýingamenn sem höfðu trú á þessu þannig að hann gerði þetta bara sjáflur einsog honum einum er lagið. Nú hafa nokkrir kollegar Jóns í músíkinni ákveðið að halda grand tónleika sannkallað Stjörnukvöld á Hótel Sögu dagana 2 og 3 maí með mat, happadrætti og balli á eftir til styrktar Tónlistarsafni Jóns Kr. Það er ekkert annað en landsliðið í músíkinni sem kemur fram nægir að nefna Röggu Gísla, Diddú, Álftagerðisbræður, Raggi Bjarna ofl ofl ofl. Miðasala á þennan stórviðburð er á www.midi.is

Jón Kr hefur gert kraftaverk með safni sínu Melódíur minninganna á Bíldudal og sínir fram á það að ef þú hefur trú á því sem þú ert að gera þá getur allt gerst. Jón Kr á fjölmarga áhangendur um land allt og gaman að segja frá því að nú er komin sérstök heimasíða um kappann:

http://www.drvalsson.com/index.html

Meistari Jón Kr Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband