70 DAGAR Í ACT ALONE

Vá hvað maður er orðinn spenntur ekki nema 70 dagar í leiklistarhátíðina Act alone á Ísafirði. Act alone verður nú haldin fimmta árið í röð dagana 2. - 6. júlí og hefur dagskráin aldrei verið jafnviðamikil og nú í ár. Pælið í því það verða sýndir 24 leikir á þessum fimm dögum og pælið líka í því það er ókeypis inn. Þetta er ekki allt því margt fleira einleikið verður í boði t.d. mun Benóný Ægisson flytja fyrirlestur um það Að reka eins manns leikhús. Nú er unnið að því að raða dagskrá Act alone saman og ætti að vera klár um miðjan maí. Act alone hefur stækkað og dafnað vel frá því hátíðin var fyrst haldin árið 2004. Á Act alone 2008 verða fjölmargar nýjungar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá Act alone verður birt á heimasíðunni www.actalone.net en þar má líka finna allar upplýsingar um hátíðina ásamt ýmsu einleiknu konfekti einsog greinum um þekkta einleikara og innkaupalista einleikarans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband