BÚLÚLALA MIÐARNIR RENNA ÚT

Miðasla á frumsýningu ljóðaleiksins Búlúlala - Öldin hans Steins er í fullum gangi á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is og fer vel af stað. Leikurinn verður frumsýndur á morgun kl.20 í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hér er á ferðinni leikur með ljóðum Steins Steinars í tilefni af aldarminningu skáldsins. Kómedíuleikarinn flytur úrval ljóða eftir Stein  í leik og tali má þar nefna klassíkur á borð við Tindátarnir, Hudson bay, Miðvikudagur, Barn og að sjálfsögðu Búlúlala sem leikurinn er nefndur eftir. Þröstur Jóhannesson, tónlistarmaður, flytur frumsamin lög við ljóð Steins og af þeim má nefna Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn, stóð herinn á bryggjunni og söng, Söngvarinn og Eldsvoði. Þröstur og sá Kómíski hafa áður unnið saman en í fyrra settur þeir á svið ljoðaleikinn Ég bið að heilsa sem hlaut afbragðsgóðar viðtökur. Það verður því spennandi að sjá þennan nýja ljóðaleik þeirra félaga. Þannig að nú er bara að vippa sér á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is og panta sér miða á frumsýningu annaðkvöld kl.20. Miðasala er einnig hafin á 2 sýningu sem verður á fimmtudaginn næsta 15. maí kl.20.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband