BÚLÚLALA Í KVÖLD
8.5.2008 | 14:39
Í kvöld frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjan ljóðaleik Búlúlala - Öldin hans Steins. Sýnt verður í hinum frábæra Kómíska leikhúsi Tjöruhúsinu á Ísafirði. Aðeins örfáir miðar eru lausir á frumsýningu og er hægt að panta miða á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Í tilefni af frumsýningu er við hæfi að birta hér ljóðið sem sýningin er nefnd eftir. Hlakka til að sjá ykkur í kvöld og minni líka á að miðasla er hafinn á næstu sýningar.
BÚLÚLALA
Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
Öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.
Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala.
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.