BÚLÚLALA Á BÍLDUDAL Í KVÖLD

Kómedíuleikhúsið sýnir ljóðaleikinn Búlúlala - Öldin hans Steins í Baldurshaga á Bíldudal í kvöld. Sýningin hefst kl.21 og fer miðasala fram við innganginn. Í þessari nýju sýningu Kómedíu leiða þeir saman hesta sína þeir Þröstur Jóhannesson og Kómedíuleikarinn. Flutt eru fjölmörg ljóð eftir Stein í leik, tali og söng en Þröstur hefur samið músík sérstaklega fyrir þessa uppfærslu. Búlúlala hefur fengið stormandi góðar viðtökur og í þessari viku verða alls þrjár sýningar. Á föstudaginn verður Búlúlala á Vagninum á Flateyri kl.21 og daginn eftir verður sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík og hefst sú sýning kl.16. Þetta er ekki allt því vikuna þar á eftir verður Búlúlala sýnt í hinu frábæra samkomuhúsi í Haukadal í Dýrafirði. Að lokum má svo geta þess að Kómedíu hefur verið boðið að sýna leikinn á sérstakri Steins Steinarrs hátíð 21. júní á Snjáfjallaströnd og einnig hefur leikhúsið þegið boð um að sýna á Menningarnótt í Reykjavík sem verður haldin 23. ágúst. Semsagt líf og fjör í Kómedíunni. Miðasala á Búlúlala er á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is

Bululala14


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband