MORRINN Í STARTHOLUNUM

Hið frábæra unglingaleikhús Morrinn á Ísafirði hefur brátt starfsemi sína en þetta leikhús hefur vakið mikla athygli allt frá því nokkir öflugir hugsjónakrakkar á ísó skelltu sér í að stofna sitt eigið leikhús árið 1999. Síðasta sumar tók Kómedíuleikhúsið við listrænni stjórn Morrans og var Björn Gunnlaugsson leikstjóri ráðinn til starfans. Í sumar verður leiklistarneminn og Tálknfirðingurinn Ársæll Níelsson leikstjóri. En Sæli, einsog við köllum hann, er að nema leiklist við The Commedia School í Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að mikil aðsókn sé í Morrann og því varð að efna til áheyrnaprufu og líkur henni seinni partinn í dag. Prufunum stjórna Kómedíuleikarinn, Eva dansari og Inga söngkona. Morrastarfið er fjölbreytt ekki bara leikur heldur reynir líka nokkuð á dans, söng og spilerí. 15 leikarar munu starfa við Morrann í sumar og munum þeir hafa meira en nóg að gera. Stór þáttur í starfsemi Morrans er að taka á móti skemmtiferðaskipum sem koma á ísó en það fyrsta kemur 5 júní og Morraleikárið hefst ekki fyrr en 3. júní þannig að það verður að vinna hratt. Dagskráin sem boðið er uppá fyrir skipin fer fram í Neðstakaupstað við Byggðasafnið og þar verða sýndir dansar ættir að vestan, tveir glímukappar taka sporið, flutt verður íslensk þjóðsaga á ensku og fluttar nokkrar klassískar þulur. Fjölmörg önnur verkefni bíða Morrans í sumar þau verða m.a. með skemmtiatriði á 17. júní á Ísafirði, þau búa til barnaleikrit og sýna í öllum leikskólum Ísafjarðarbæjar, verða með götulistadaga í miðbænum ofl ofl ofl. Já, nú er sumarið sannarlega að koma sól og blíða og svo þegar Morrinn sést performera í bænum þá hefst fjörið. Fylgist því vel með framtíðarlistamönnum Ísafjarðar í sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband