KÓMEDÍUFRÚIN OPNAR MYNDLISTARSÝNINGU Í DAG
30.5.2008 | 13:18
Kómedíufrúin, Billa, opnar myndlistarsýningu í Einarshúsi í Bolungarvík í dag kl.17. Boðið verður uppá léttar veitingar og allir hvattir til að mæta. Sýningin verður í gangi fram á sumar og verður opin á opnunartíma Einarshús. Frúin mun sýna pennateikningarnar sínar vinsælu sem hafa vakið mikla athygli og verið sýndar víða um land bæði hér vestra, fyrir norðan og sunnan. Um er að ræða sölusýningu og því gefst einstakt tækifæri að eignast glæsileg listaverk eftir Kómedíufrúna. Sjáumst í Einarshúsi.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.