PÉTUR OG EINAR Á ACT ALONE 2008
23.6.2008 | 18:33
Kómedíuleikhúsið verður með nokkrar sýningar á Act alone í ár. Þegar hafa verið kynntar fjórar Kómískar sýningar, Steinn Steinarr, Búlúlala - Öldin hans Steins, Forleikur og Ég bið að heilsa sem allar verða á Act alone 2008. Fimmta sýning Kómedíuleikhússins er jafnframt nýjasta afurð leikhússins en það er einleikurinn Pétur og Einar sem hefur verið sýndur við miklar vinsældir í Bolungarvík síðustu vikur. En hér er á ferðinni einstök sýning sem eingöngu er sýnd í Einarshúsi í Víkinni enda fjallar leikurinn um húsið sjálft og tvo merka kappa sem þar bjuggu.
ACT ALONE LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ
Kl. 17.00. Einarshús Bolungarvík
PÉTUR OG EINAR
Höfundur, leikstjórn: Soffía Vagnsdóttir
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öðru sinni en á síðasta ári settu þau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
Það var Ragna Jóhanna Magnúsdóttir veitingamaður í Einarshúsi sem átti frumkvæðið að uppsetningu sýningarinnar og vinnur að fjármögnun verksins. Fékk hún Elfar Loga og Kómedíuleikhús hans til liðs við sig til að koma sögunni á fjalirnar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.