EINLEIKNAFJÖRIÐ HEFST EFTIR VIKU Í EINLEIKJABÆNUM

Aðeins sjö dagar í Act alone allt að verða tilbúið og eitt er alveg víst þetta verður Alveg einleikið!!!

Margt hefur verið sagt um einleikjalistina enda eru skoðanir manna mjög skiptar um þetta sérstaka leiklistarform. Hér má líta smá sýnishorn af einleiknum setningum en lesendur mega líka bæta inní þetta safn ef þið hafið einleiknar setningar í ykkar fórum.

*Einleikur er erfiðasta form leiklistarinnar.
Ray Stricklyn

*Leikhúsið okkar var að leita að einhverju ódýru svo ég stakk uppá því að setja upp einleik með mér.
John Gould

*Einleikir eru á uppleið.
John Lipkin

*Einleikur er listin að segja sögu.
Julie Harris

*Það er stundum haft að orði í leikhúsbransanum að þegar leikari hefur tekið að sér hlutverk í einleik þá sé það vegna þess að hann sé atvinnulaus.
Steven Rumbelow

*Þegar einleikir eru uppá sitt versta, sem er oftast reyndin, þá eru þeir jafn skemmtilegir og að horfa á málningu þorna.
Tom Topor

*Kosturinn við einleikinn er að þá þarf maður ekki að treysta á aðra leikara.
Quentin Crisp

*Gefðu frá sjálfum þér meira, og meira og meira. Um það snýst einleikurinn.
Rob Sullivan

*Því einfaldari sem einleikurinn er þeimum betur hentar hann til leikferða.
Scott Alsop

*Það líður varla sá dagur að ég velti ekki fyrir mér efni og hugmyndum í nýjan einleik.
Michael Kearns

*Það þarf alveg gífurlega mikið sjálfsálit til að telja sig geta staðið einn á sviðinu og halda athygli áhorfenda.
Roy Dotrice

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband