SÝNINGARSTAÐIR ACT ALONE 2008

Það er bara svona þetta er alveg að bresta á, ekki á morgun heldur hinn hefst Act alone 2008 á Ísafirði. Þetta verður alveg einleikið en samt ekki alveg nebblega líka tvíleikið og það tvisvar sinnum. Sýningarstaðir Act alone leiklistarhátíðarinnar eru nokkrir hátíðin verður sett miðvikudaginn 2. júlí kl.20 í Alþýðuhúsinu, Ísafjarðarbíói, og þar verður opnunarsýning Act alone 2008. Síðan liggur leiðin í Hamra sal Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem sýningar verða bæði á miðvikudag og fimmtudag. Þrjár sýningar verða á Hótel Ísafirði a fimmtudag og föstudag. Fjölmargar sýningar í Edinborgarhúsinu á föstudag og laugardag. Það verður líka skroppið til Bolungarvíkur á laugardag og boðið uppá eina sýningu í Einarshúsi. Loks verður sýnt á tveimur stöðum í Dýrafirði, í Félagsheimlinu á Þingeyri og loks í Félagsheimilinu í Haukadal þar sem 25 leikur Act alone verður sýndur. Leiklistarnámskeið Act alone verður að vanda í Háskólasetri Vestfjarða. Við fáum því ekki bara að sjá fullt af sýningum á Act alone 2008 heldur líka fullt af fallegum stöðum hér vestra. Dagskrá Act alone á heimasíðunni www.actalone.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband