BILLUSTOFA OPNAR Í DAG

Kómedíufrúin, Marsibil G. Kristjánsdóttir, opnar vinnustofu sína Billustofu í dag kl.16 í Túngötu 17. Þar gefur að líta mögnuð verk úr smiðju Billu s.s. pennateikningarnar frægu og nýjasta trompið dúkristur úr Gísla sögu Súrssonar sem eru myndskreytingar við fleygar setningar úr sögunni s.s. Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og fleiri slagarar. Fjölmargt fleira er til sölu og til að kikka á í Billustofu s.s. glæsilegar krítarmyndir, vatnslitamyndir ofl. Einnig eru til sölu hljóðbækur Kómedíuleikhússins og lítið fornbókahorn með allrahanda verkum s.s. ástarsögum, reyfurum að ógleymdu Úrvali og Morgun. Billustofa er í Túngötu 17 og verður opin í dag frá kl.16. - 17. Billustofa verður einnig opin á morgun laugardag frá kl.13 - 15. Rétt er að geta þess að Kómedíufrúin er tæknivædd og er með posa. Það er því gott tækifæri að kaupa sér vanda list eða jafnvel kaupa verk til gjafa og jafnvel versla nokkrar jólagjafir því tíminn líður hratt. Að vanda er boðið uppá kaffi fríkeypis á Billustofu. Loks má geta þess að Billustofa verður opin um næstu helgi á föstudag og laugardag á sama tíma. Um að gera að vippa sér í Billustofu og kikka á vandaða list.

 billumyndEin af pennateikningum Billu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband