ÞAÐ ER BARA SPENNANDI LEIKHÚSVETUR FRAMUNDAN

Var að skrolla og kikka á heimasíður kollega leikhúsanna margt spennandi verður á fjölunum í íslensku atvinnuleikhúsi í vetur. Kannski maður skelli sér bara soldið í leikhús þetta leikárið. Það sem mér líst best á og langar að sjá er þetta:

Í Borgó

Ekki erfitt að giska hér því leikhúsið hefur ákveðið að setja á svið hvorki fleiri né færri en 3 einleiki á þessum vetri að sjálfsögðu fangar Kómedían og Act alone þessu sérstaklega kannski fáum við að sjá einhvurja þessa leiki á Act alone 2009. En einleikirnir í Borgó heita.

*Ég heiti Rachel Corrie

*Sannleikurinn um lífið - í sjö hlutum

*Óskar og bleikklædda konan.

Í Þjóðleikhúsinu

*Einar Áskell, með brúðumeistaranum Bernd frá Skíðadal - hef reyndar séð verkið en er alveg til í að sjá það aftur og aftur og aftur - sannkölluð kennslustund fyrir okkur leikarana að fylgjast með Bernd á sviðinu.

*Hart í bak. Eftir uppáhalds íslenska leikskáldið mitt Jökul Jakobsson, að mínu mati og sennilega margra annarra hans besta verk. Löngu komin tími á að setja upp verk eftir Jökul og í raun ættu að vera sýningar á hverju leikári á allavega einu verka hans - eða bara sérstök Jökuls hátíð það væri náttúrulega toppurinn. Væri nú gaman að framkvæma þessa hugmynd einhvern daginn.

*Frida..viva la vida. Nýtt íslenskt verk eftir Brynhildi Guðjóns um listakonuna Fridu, þegar tvær góðar listakonur koma saman hlýtur útkoman að vera spennandi.

Í Hafnarfjarðarleikhúsinu

*Steinar í djúpinu. Samstarfsverkefni við Lab Loka. Nýtt leikhúsverk byggt á verkum Steinars Sigurjóns - hljómar rosa spennandi enda flott verk á ferðinni og úrvalslið í brúnni Rúnar Guðbrands, Guðni Franz, Guðrún Ás, Karl Guðmunds ofl ofl. ´

Hjá LA

*Creature. Eftir og með Kristjáni Ingimars, þarf enga útskýringu maðurinn er bara snillingur.

Já sannarlega flottur listi, ég hlakka til. Allir í leikhús í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband