EINLEIKIÐ VIÐTAL

Það er mikið líf og fjör á heimasíðu Act alone leiklistarhátíðarinnar www.actalone.net . Reglulega eru birtar nýjar greinar um þekkta og óþekkta einleikara innlenda og erlenda. Einleikjaskrá Íslands er uppfærð af miklum krafti enda alltaf verið að setja upp nýja einleiki á Íslandi og svo eru fjölmargir eldri sem vantar inní skránna. Einn vinsælasti liðurinn á Act alone síðunni eru flokkurinn Einleikin viðtöl. Þar eru einleikarar teknir tali um einleikin strauma og stefnur og bara listina og leikhúsið almennt. Nú er komið nýtt Einleikið viðtal á Act alone síðuna. Að þessu sinni er það Pétur Eggerz sem er Á eintali. Pétur er einn af stofnendum Möguleikhússins og hefur verið hörku duglegur í Íslensku leikhúslífi síðustu áratugi. Pétur fer víða í viðtalinu segir m.a. frá fyrstu leikhúsupplifun sinni sem var óhemju sterk og áhrifarík því hann brast í grát þegar Mikki refur birtist á senunni og varð að yfirgefa bygginguna. Stofun Möguleikhússins ber að sjálfsögðu á góma og skannar Pétur sögu leikhússins sem er nú ekki einleikin. Einleikurinn kemur að sjálfsögðu við sögu en Pétur hefur bæði samið, leikstýrt og leikið í einleikjum. Margt fleira ber á góma svo nú er bara að kikka á www.actalone.net og lesa.

Pétur Eggerz er fjórði leikarinn sem er Á eintali en áður hafa Hörður Torfa, Hallveig Thorlacius og Eggert Kaaber setið fyrir svörum hjá Kómedíuleikaranum. Öll Einleiknu viðtölin eru aðgengileg á Act alone síðunni. Semsagt fullt af fróðlegu og skemmtilegu einleiknu lesefni á www.actalone.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband