SKÓLAR ATH - AUKASÝNINGARVIKA Á JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningarviku á jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir í desember á höfuðborgarsvæðinu. Það verður því hægt að fá sýninguna í skóla á þessu tímabili 1.desember – 11. desember. Einnig viljum við minna á að leiksýningarnar Dimmalimm og Gísli Súrsson verða á höfuðborgarsvæðinu 8. október – 17. október enn eru nokkrir dagar lausir. Þannig að nú er bara að setja sig í leikhúsgírinn og panta skemmtilega leiksýningu í skólann þinn. Það er einfalt að panta sendið okkur tölvupóst á

komedia@komedia.is

 JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Soffía Vagnsdóttir
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Brúður, grímur og leikmynd: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Tónlist: Hrólfur Vagnsson
Ljós: Jóhann Daníel Daníelsson
Leikstjórn: Soffía Vagnsdóttir
Sýningartími: 55 mín.
Aldurshópur: 2ja ára og eldri.
Panta sýningu:
komedia@komedia.is

Hér er á ferðinni sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina. Því inní ævintýrið fléttast allt annað ævintýri um nútíma unglingspilt sem hefur verið sendur til fjalla að leita að kúnni Búkollu. Jólasveinar Grýlusynir er bráðfjörugur jólaleikur með mikið af tónlist og almennu jólasveinasprelli að hætti gömlu íslensku jólasveinanna.  

DIMMALIMM
Byggt á sögu eftir Mugg.
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Sigurþór A. Heimisson
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Leikmynd: Kristján Gunnarsson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Sigurþór A. Heimisson
Búningar: Alda Veiga Sigurðardóttir
Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir,Marsibil G. Kristjánsdóttir
Tónlist: Jónas Tómasson, ofl.
Leikstjórn: Sigurþór A. Heimisson
Sýningartími: 40 mínútur.
Aldurshópur: 2 ára og eldri.
Leikurinn hefur verið sýndur um 70 sinnum bæði hér heima og erlendis.
Panta sýningu:
komedia@komedia.is

Leikurinn er byggður á samnefndu ævintýri eftir Mugg og hefur notið gífurlegra vinsælda allt frá því ævintýrið kom fyrst út á bók árið 1942. Ævintýrið fjallar um prins sem verður fyrir því óláni að verða breytt í svan af norninni Bauju. Þegar Dimmalimm prinsessa kemur til sögunnar tekur sagan á sig ævintýralegar myndir enda getur allt gerst í ævintýrunum.
Hér er á ferðinni leiksýning fyrir börn á öllum aldri.

,,Í heildina er einleikurinn Dimmalimm fallegur, og ekki síst einlægur."
Eiríkur Örn Norðdahl, BB
 

GÍSLI SÚRSSON
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Jón Stefán Kristjánsson
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Leikmynd: Jón Stefán Kristjánsson
Leikmunir: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Búningar: Alda Veiga Sigurðardóttir
Smiðir: Friðrik Stefánsson, Páll Gunnar Loftsson
Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson
Sýningartími: 55. mínútur
Aldurshópur: 6 ára og eldri
Leikurinn hefur verið sýndur um 180 sinnum
Panta sýningu:
komedia@komedia.is
Leikurinn er einnig til á ensku.
Verðlaun: Besta handrit; Leiklistarhátíðin Integra í Hannover þýskalandi.
Besta sýning, byggð á þjóðlegu efni; Leiklistarhátíðin Albamono í Korce í Albaníu.

Gísli Súrsson byggir á einni af þekktustu Íslendingasögunum. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og verða brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger.

,,HREINT LEIKHÚSÆVINTÝRI"
- Hrund Ólafsdóttir, Morgunblaðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband