HLÓMPLÖTUR MEÐ ÞRJÚ Á PALLI ÓSKAST

Á einhver hljómplötur með Þrjú á palli sem er til í að lána eða bara selja. Er nebblega að vinna að þrælskemmtilegu verkefni sem verður sýnt hér á Ísó í næsta mánuði. Um er að ræða leik-og söngdagskrá úr verkum þeirra frábæru bræðra Jónas og Jón Múla Árnasyni. Tríó allra tríóa, með fullri virðingu fyrir Ríóbræðrum, Þrjú á palli frumflutti nebblega mörg laga þeirra bræðra í uppfærslum verkanna í gamla góða Iðnó. Það er svo rosagott að hlusta á þessa músík meðan maður setur saman handritið og líka svona til að koma sér í Árnasona fílinginn því væri voða gott ef einhver gæti lánað eða selt mér LP með tríóinu á pallinum. Handritið er að taka á sig mynd króinn er meira að segja kominn með nafn nefnist Úti er alltaf að snjóa og er sótt í einn klassíker þeirra bræðra. Leikurinn verður frumsýndur í nóvember en segi nánar frá þessu þegar nær dregur og plöturnar eru komnar í hús, vonandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband