KÓMEDÍA Í REYKJAVÍK

Kómedíuleikhúsið er nú komið til borgarinnar og mun næstu dagana flakka á milli skóla á höfuðborgarsvæðinu. Leikurinn hefst í fyrramálið með sýningu á Dimmalimm á Leikskólanum Bakka. Um helgina mun Kómedíuleikarinn síðan les úrval ljóða eftir Stein Steinarr á myndlistarsýningu Sigurðar Þóris. Listamaðurinn hefur lengi unnið að myndskreytingu ljóðabálksins Tímans og vatnsins eftir Stein. Upplesturinn á sunnudaginn hefst kl.16. Gísli Súrsson verður svo á ferð og flugi milli skóla í næstu viku en fyrsta sýning verður í Árbæjarskóla. Kómedíuleikhúsið hefur síðustu árin farið reglulega til borgarinnar til að heimsækja skóla með sýningar sínar og hefur ávallt verið vel tekið. Suður leikferðirnar verða að vísu tvær þetta haustið því í desember verður Kómedíuleikhusið með Jólasveina Grýlusyni á höfuðborgarsvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband