SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR BÆJARLISTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR

Á lokadegi menningarhátíðarinnar Veturnætur, í gær, var tilkynnt hver væri Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar næsta árið. Það var sannarlega mikill spenningur í Edinborgarhúsinu í gær þegar Bæjarlistamaðurinn var kynntur, hver skyldi nú verða Bæjarlistamaður? Fjölmargir koma til greina hverju sinni því staðreyndin er sú að hér í Ísafjarðarbæ er heill hellingur af flottum listamönnum. Óhætt er að segja að valið á bæjarlistamanni þessa árs sé sérlega glæsilegt og er viðkomandi vel að Bæjarlistanafnbótinni komin. Bæjarlistamaður ársins er Sigríður Ragnarsdóttir tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Sigga, einsog við köllum hana alltaf, hefur gert hvert kraftaverkið á fætur öðru í listalífinu hér fyrir vestan. Hún hefur stjórnað Tónlistarskólanum með miklum bravúr enda er skólinn einn sá besti hér á landi. Ávallt er Sigga tilbúin að aðstoða listafólk hér á svæðinu og er Kómedíuleikhúsið þar ekki unandskilið. Sigga hefur aðstoðað Kómedíuleikhúsið á svo margan hátt að seint verður full þakkað fyrir það. Mörg Kómísk verkefni hefðu örugglega ekki komist á koppinn ef hjálp Siggu hefði ekki komið til og má þar nefna fyrst og fremst leiklistarhátíðina Act alone. Sigga opnaði dyr Tónlistarskólans fyrir hátíðinni þegar hún var haldin í fyrsta sinn og þær dyr hafa ávallt verið opnar síðan. Einnig hefur Kómedía marg oft fengið að sýna verk sín í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Listamenn sem sækja Ísafjörð heim hafa jafnan leitað til Siggu sem hefur ávallt tekið þeim vel enda hefur Tónlistarskólinn alla tíð verið öflugur í að flytja hingað framsækið listafólk. Hér hefur aðeins lítið verið nefnt um Bæjarlistamanninn Siggu og vantar alveg helling hér inní þessa mynd. Kómedíuleikhúsið óskar Siggu innilega til hamingju og þökkum kærlega alla veitta aðstoð og góðan skilning í gegnum árin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband