VESTFIRSKUR HÚSLESTUR Í DAG

Fyrsti húslestur vetrarins verður haldinn í Safnahúsinu á Ísafirði dag. Er það er liður í samstarfi Kómedíuleikhússins við Safnahúsið á Ísafirði að bjóða upp á vestfirska húslestra yfir vetrartímann á Ísafirði. Að þessu sinni verður fjallað um hina merku skáldkonu Hallfríði Eyjólfsdóttur frá Laugabóli eða Höllu á Laugabóli einsog flestir þekkja hana. Þess má geta að um síðustu helgi opnaði Guðfinna Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur, vandaða sýningu um skáldkonuna Höllu. Einnig hefur hún gefið út bók um skáldkonuna. Guðfinna mun einmitt flytja erindi um Höllu á húslestrinum á laugardag og Elfar Logi Hannesson mun síðan lesa úrval ljóða hennar.
Að vanda er ókeypis aðgangur að húslestrum Kómedíuleikhússins og Safnahússins. Húslesturinn hefst kl.14.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband