ÞJÓÐLEGAR HLJÓÐBÆKUR

Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl á hljóðbókamarkaðnum með vandaðri útgáfu á þjóðlegum hljóðbókum. Um er að ræða gömlu íslensku þjóðsögurnar sem eru sóttar í hin ýmsu þjóðsagnasöfn. Þegar hafa verið gefnar út þrjár þjóðlegar hljóðbækur og í nóvember er von á þeirri fjórðu. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í Eymundsson um land allt og ýmsum verslunum og ferðamannastöðum. Einnig er hægt að panta þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins í vefverslun leikhússins www.komedia.is , verslun. Rétt er að geta þess að hljóðbækurnar eru sendar frítt hvert á land sem er. Þjóðlegu hljóðbækurnar eru sniðugar við hin ýmsu tækifæri hvort heldur í bifreiðina, vertrarbústaðinn eða við uppvaskið. Síðast en ekki síst eru hljóðbækurnar frábærar til gjafa t.d. í jólapakkann. Hér að neðan eru upplýsingar um þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins:

HLJÓÐBÆKUR

VÆNTANLEG Í NÓVEMBER

ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Verð: 1.999.-kr (FRÍ HEIMSENDING)
Panta:
komedia@komedia.is
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins.




ÞJÓÐSÖGUR ÚR BOLUNGARVÍK
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Verð: 1.999.- kr. (FRÍ HEIMSENDING)
Panta:
komedia@komedia.is
Á þessari hljóðbók les Elfar Logi úrval sagna úr safni fræðimannsins Finnboga Bernódussonar frá Bolungarvík. Sögurnar eru í bókinni Sögur og sagnir úr Bolungarvík sem naut mikilla vinsælda enda er bókin löngu uppseld. Bolungarvík er ekki stórt svæði en þar hefur margt merkilegt gerst enda skiptir stærðin sjaldan máli. Sögunum á þessari hljóðbók er skipt í þrjá flokka sem eru Dulræn fyrirbæri, Sjávarfurður og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Bolungarvík er sannkölluð perla í þessari hljóðbókaútgáfu Kómedíuleikhússins enda er hér á ferðinni vönduð útgáfa þjóðsagna að vestan.

ÞJÓÐSÖGUR ÚR ÍSAFJARÐARBÆ
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 92. mín.
Verð: 1.999.- kr. (FRÍ HEIMSENDING)
Panta:
komedia@komedia.is
Ísafjarðarbær er stórt og mikið sagnasvæði sem nær allt frá Dýrafirði til Hornstranda. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval magnaðra þjóðsagna úr Ísafjarðarbæ. Sögurnar eru alls 33 og er skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ er vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum flutningi.


ÞJÓÐSÖGUR ÚR VESTURBYGGÐ
Uppseld hjá útgefanda en gæti verið fáanleg á hinum ýmsum sölustöðum hljóðbóka Kómedíuleikhússins t.d. í Eymundsson, Flakkaranum á Barðaströnd og í Sælukjallaranum á Patreksfirði.
Hljóðbók

Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 99. mín.
Verð: 1.999.- kr.
Panta: Uppseld hjá útgefanda

Vesturbyggð er mikið sagnasvæði þar hafa skrímsli, tröll, álfar og ýmsar furðuverur verið á sveimi svo elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval þjóðsagna úr Vesturbyggð. Alls eru fluttar 33 sögur og er þeim skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Hér er á ferðinni vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum flutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband