HANN ER JÓLASVEINN OG HEITIR STÚFUR OG ER ALVEG EINSTAKLEGA LJÚFUR

Það var mikið um að vera hjá Stúf í nótt en samkvæmt nýjustu fréttum þá náði hann að lauma einhverju í þá skó sem hafa tekið sér bólfestu í gluggakistum landsmanna. Stúfur kemur við sögu í jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir sem verður sýnt í Tjöruhúsinu í dag kl.14. Stúfur tekur lagið líkt og bræður sínir í leikritinu og svona kveður stubburinn sá:

VÍSA STÚFS

Ég er jólasveinn og heiti Stúfur

og ég er alveg einstaklega ljúfur.

Ég læt nú ekki mikið á mér bera

en samt er ég þó ýmislegt að gera.

Þótt ég sé smár er margt mér lagt til lista

ég kann til dæmis feiknavel að tvista.

Þá beygi ég mig örlítið í hnjánum

og teygi síðan vel úr öllum tánum.

Um leið og jólatjútt- og tvist ég heyri,

þá tvista ég og allt um kollinn keyri.

Já ér er nú meri KALLINN!

Í Grýluhelli heppilegt það er

hversu lítið þar fer fyrir mér.

Ef einhver missir tölu undir borðið

þá beinist næstum alltaf til mín orðið.

,,Stúfur litli viltu hjálpa mér?"

Það er segi saga -

þá undir borð ég fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband